Bein útsending úr Reykjaneshöll
Það er myndarleg umgjörð um tónleika Keflavik Music Festival í Reykjaneshöll. Þar hefur verið sett upp stærsta tónleikasvið sem sést hefur á Íslandi með tilheyrandi ljósasýningu og hljóðkerfi.
Nýtt fyrirtæki, StreamingMedia.is, sendir tónleikana í Reykjaneshöll beint út á netinu. Fyrsta útsending var í gær og í kvöld verður aftur sent út og hefst útsending kl. 19:00 í boði Keflavik Music Festival, LiveEvents.is og StreamingMedia.is.
Hér að neðan má sjá brot af tónleikunum í gær en á sviðinu er Rudimental.