Bátar úr pappa og límbandi
Þemadagar í Gerðaskóla
Þemadagar voru haldnir í Gerðaskóla á dögunum og siglingakeppni í sundlauginni var meða verkefna nemenda. Þar voru settir á flot bátar sem voru búnir til úr pappakössum og límbandi. Keppnin var hluti af þemadögum þar sem þemað var vísindi og verkfræði. Meðfylgjandi innslag er úr Suðurnesjamagasíni þar sem fjallað er um bátakeppnina.