Baráttuhópar rói saman í að fá umferðarbætur á svæðinu
- segir Kristín María Birgisdóttir í viðtali við Víkurfréttir
Fulltrúar samráðshóps um bættan og öruggari Grindavíkurveg mættu á íbúafund um tvöföldun Reykjanesbrautar sem haldinn var í Stapa í gærkvöldi. Víkurfréttir ræddu við Kristínu Maríu Birgisdóttir, talsmann samráðshópsins, eftir fundinn og fengu viðbrögð hennar við því sem fram kom m.a. í máli samgönguráðherra.
Kristín María segir að baráttuhóparnir, bæði um öruggari Grindavíkurveg og öruggari Reykjanesbraut, þurfi nú að róa saman í baráttu fyrir umferðarbótum á svæðinu.
Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.