Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 4. febrúar 2021 kl. 20:30

Barátta við krabbamein og örþörungaræktun í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í á fimmtudagskvöldum kl. 20:30. Í þætti vikunnar eru tvö stór viðfangsefni.

Við byrjum þáttinn hjá Algalíf á Ásbrú. Þar er rekin örþörungarækt til framleiðslu á Astaxanthin sem er náttúrulegt hágæða fæðubótarefni. Orri Björnsson framkvæmdastóri fyrirtækisins segir okkur allt um áform fyrirtækisins sem er að fara byggja yfir þrefalda stækkun fyrirtækisins á Ásbrú

Í síðari hluta þáttarins ræðum við svo við Árna Björn Ólafsson sem nú tekst á við krabbamein í ristli og endaþarmi. Hann tekur á sjúkdómnum með jákvæðni að vopni.

Lokatónar þáttarins koma svo úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en þar verður dagur tónlistarskólann haldinn hátíðlegur um helgina.