Fimmtudagur 2. desember 2021 kl. 19:30

Baldvin Njálsson GK og Frú Ragnheiður í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Baldvin Njálsson GK 400 er nýr frystitogari Nesfisks í Garði. Sjónvarpsmenn Víkurfrétta skelltu sér á sjóinn með þessum nýja hátæknitogara og ræddu við skipstjórann og yfirvélstjórann. Innslag er í þætti vikunnar í Suðurnesjamagasíni. Haldið verður áfram að skoða nýja skipið í næsta þætti.

Í síðari hluta þáttarins kynnum við okkur svo Frú Ragnheiði á Suðurnesjum. Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.