Baldur: Gaman að skora falleg mörk
„Að skora tvö er skemmtilegt og það er líka gaman að skora falleg mörk, eins og mér fannst seinna markið vera,“ sagði KR-ingurinn Baldur Sigurðsson eftir leikinn við Keflavík í kvöld. Baldur skoraði bæði mörk KR í leiknum gegn sínum gömlu félögum í Keflavík. Baldur lék með Keflavík árin 2005 til 2007.
Viðtalið við Baldur er í meðfylgjandi myndskeiði.