Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 27. ágúst 2020 kl. 20:25

Bakarafeðgin og hughrif í Suðurnesjamagasíni kvöldsins

Sigurður Enoksson og dóttir hans, Hrafnhildur Anna Kroknes, eru gestir okkar í Suðurnesjamagasíni vikunnar frá Víkurfréttum. Hérastubbur er bakarí þeirra Grindvíkinga og það fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir og það er brjálað að gera! Allt um það í þættinum.

Hughrif í bær settu svo sannarlega lit á mannlífið og umhverfið í Reykjanesbæ í sumar. Við kynnum okkur verkefnið í þættinum.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is kl. 20:30 öll fimmtudagskvöld.