Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 28. apríl 2022 kl. 19:30

Bæjarstjórinn og löndunargengi í Suðurnesjamagasíni

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, er gestur okkar í Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Kjartan Már hefur verið bæjarstjóri í átta ár og segist m.a. í viðtalinu vera tilbúinn að gegna starfinu áfram.

Við förum einnig í löndun úr frystitogara í Grindavík í þættinum og ræðum við hrausta kappa sem vinna við löndunina. Þátturinn endar svo á tónbroti frá styrktartónleikum fyrir flóttafólk frá Úkraínu sem haldnir voru í Keflavíkurkirkju nýverið.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30. Þáttinn má nálgast í háskerpu í skilaranum hér að ofan.