Mánudagur 5. september 2011 kl. 07:10

Bæjarstjóri sáttur eftir Ljósanótt

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, er sáttur eftir Ljósanótt í Reykjanesbæ. Hátíðin var sett á fimmtudag og lauk formlega í gærkvöldi með hátíðartónleikum í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú.
Um eitthundrað viðburðir voru í boði á Ljósanótt að þessu sinni og var hátíðin nú sú stærsta og fjölmennasta frá upphafi en Ljósanótt hefur verið haldin tólf sinnum. Einn af stærstu viðburðunum var hin svokallaða „Árganga“. Í meðfylgjandi viðtali við Víkurfréttir lýsir Árni ánægju sinni með þann viðburð. Víkurfréttir tóku púlsinn á bæjarstjóranum en viðtalið má sjá hér að ofan.