Axel 100 ára og jólalegt efni úr safni Víkurfrétta
Axel Friðriksson fagnaði 100 ára afmæli sínu í síðustu viku með kaffisamsæti á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Axel býr í þjónustuíbúð á Nesvöllum og er hinn sprækasti en hann hefur verið virkur í húsbílasamfélaginu. Rætt er við Axel í Suðurnesjamagasíni í þessari viku.
Þátturinn er einnig á jólalegum nótum en við grófum djúpt í safnið okkar og fundum þar tvö áhugaverð og jólaleg innslög sem við endurbirtum nú á aðventunni.