Atvinnuuppbygging, duglegar stelpur og eldgos í Suðurnesjamagasíni
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, er í viðtali við Suðurnesjamagasín í þessari viku þar sem hann ræðir um atvinnuuppbyggingu á Keflavíkurflugvelli en nú eru að fara að stað verkefni sem geta skapað um 1.000 störf. Við hittum einnig fimm 10 ára vinkonur úr Holtaskóla sem söfnuðu tugum þúsunda fyrir fátæka. Þá heyrum við nýjasta lagið þar sem fjallað er um gosið í Fagradalsfjalli og sjáum ótrúlega flottar myndir sem Jón Hilmarsson ljósmyndari og myndatökumaður tók á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá vf.is og Hringbrautar kl. 21:00 á fimmtudagskvöldum.