Atvinnutækifæri tengd auknu flugi og fraktplássi
Viðtal við Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóra Kadeco í Suðurnesjamagasíni
Suðurnesjamagasín fjallaði í síðasta þætti um aukin tækifæri í sjávarútvegi tengd Keflavíkurflugvelli. Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, segir í viðtali sem finna má hér að neðan að flugvöllurinn togi sjávarútvegsfyrirtæki nær suðvestur horninu. Með því að vera í stuttri fjarlægð frá tengipunktinum myndist sveigjanleiki til að stilla af vörurnar og geta komið þeim með skjótari hætti á erlendan markað.
Isavia í samvinnu við Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, stóð á dögunum fyrir fundi í Hljómahöll um tengsl sjávarútvegsins við Keflavíkurflugvöll og tækifærin sem liggja í þeirri tengingu. Nú þegar er ferskur ófrosinn fiskur fluttur með farþegaflugi til Evrópu og Ameríku og er kominn í verslanir og á disk neytenda skömmu eftir að hann kemur upp úr sjónum við Íslandsstendur. Mikil uppbygging er fyrirhuguð í tengslum við spár um aukinn fjölda farþega og fleiri tengingar við nýja áfangastaði.