Atvinnusköpun í Auðlindagarði
-1300 manns starfa í Auðindagarðinum. Þrjú hótel með á annað hundrað herbergi
Þegar horft er til baka í atvinnumálum á Suðurnesjum þá urðu áföll við brotthvarf Varnarliðsins árið 2006 og síðan bankahrunið tveimur árum síðar. Á annað þúsund manns misstu vinnuna og þegar mest var fór atvinnuleysi á Suðurnesjum yfir 15% og það er nánast fáheyrð tala.
Ferðaþjónustan hefur aldeilis komið sterk inn á svæðinu og flugstöð leifs Eiríkssonar er nú orðin stærsti vinnustaður landsins.
En ferðaþjónustan og nýsköpun sköpuðu líka mjög mörg störf í svokölluðum Auðlindagarði á Reykjanesi sem varð til þegar fyrirtæki fóru að nýta sér affall frá okruverum Hitaveitu Suðurnesja, síðar HS Orku og þar er auðvitað þekktasta fyrirtækið Bláa Lónið.
Í Auðlindagarðinum eru til að mynda þrjú hótel með á annað hundrað herbergi og hjá Bláa Lóninu starfa 850 manns.
Ferðaþjónustan hefur aldeilis komið sterk inn á svæðinu og flugstöð leifs Eiríkssonar er nú orðin stærsti vinnustaður landsins.
En ferðaþjónustan og nýsköpun sköpuðu líka mjög mörg störf í svokölluðum Auðlindagarði á Reykjanesi sem varð til þegar fyrirtæki fóru að nýta sér affall frá okruverum Hitaveitu Suðurnesja, síðar HS Orku og þar er auðvitað þekktasta fyrirtækið Bláa Lónið.
Í Auðlindagarðinum eru til að mynda þrjú hótel með á annað hundrað herbergi og hjá Bláa Lóninu starfa 850 manns.
Við höldum áfram að fjalla um málefni sem tengjast HS Orku og spurðum Ásgeir Margeirsson, forstjóra út í Auðlindagarðinn.