Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 28. maí 2020 kl. 20:25

Atvinnuástandið og skemmtilegt skólaverkefni í Suðurnesjamagasíni

Atvinnuástandið á Suðurnesjum er fyrirferðarmikið í Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Þar er rætt við Guðbjörgu Kristmundsdóttur, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, um atvinnuástandið og horfurnar.

Nemendum í 8.–10. bekk Heiðarskóla í Reykjanesbæ stóð í vetur til boða í fyrsta skipti ný námsgrein í valáfanga sem var Orka og tækni. Heiðarskóli fékk HS Veitur og Bílaleiguna Geysi til samstarfs og lauk námsgreininni með kynningu í aðveitustöð HS Veitna á Fitjum í Njarðvík í síðustu viku. Við vorum þar.

Suðurnesjamagasín er vikulega á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 20:30.