Átakafundur í bæjarstjórn - video
Átakafundur var í bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þriðjudaginn. Umræðan um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar varð þar tilefni til snarpra orðaskipta þar sem tekist var á um það hvort, hvænær og hvernig niðurskurðarhugmyndir upp á 450 milljónir króna hefðu verið ræddar í bæjarráði. Greinilegt var að mikil spenna hafði byggst upp milli aðila eftir orðaskak í fjölmiðlum um þetta upp á síðkastið.
Eftir heita umræðu og 15 mínútna fundarhlé var lögð fram yfirlýsing frá þeim bæjarfulltrúum sem sæti eiga í bæjarráði. Í henni fólst sátt þar sem segir m.a. að fulltrúar séu sammála um að forðast upphrópanir fjölmiðla sem skaðað geti bæjarfélagið.
Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs, setti mál sitt fram með heldur óvenjulegum hætti þegar hann lagði fram fimm fullyrðingar á blaði sem hann óskaði eftir að bæjarráðsfulltrúar svöruðu skriflega, neitandi eða játandi.