Ásmundur: Fundurinn kom með góð skilaboð
„Ég er afar ánægður með þennan fund,“ sagði Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði í samtali við Víkurfréttir eftir fjölmennan fund um atvinnumál sem haldinn var í Garðinum í gærkvöldi. „Ég er sáttur við mætinguna og framsögumenn voru beittir og einarðir. Það komu góð skilaboð hingað og ég var sérstaklega ánægður með skilaboð Ágústar Hafberg frá Norðuráli. Þeir eru klárir í slaginn og jafnvel tilbúnir eftir mánuð ef því er að skipta og mér fannst það vera stóra fréttin af þessum fundi,“ sagði Ásmundur. Sjá má viðtal við Ásmund í meðfylgjandi myndskeiði.
Víkurfréttir hafa sett inn framsögur þeirra sjö framsögumanna sem töluðu á fundinum. Þær má sjá í Sjónvarpi Víkurfrétta. Um er að ræða hljóðupptökur frá fundinum.