Fimmtudagur 17. desember 2015 kl. 15:23

Ásmundur, Már og jólafimleikar

- í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta

Ásmundur Friðriksson alþingismaður og hrekkjalómur er að gefa út nýja bók fyrir jólin þar sem saga hrekkjalóma frá Vestmannaeyjum er sögð á skemmtilegan hátt. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Ásmund um bókaútgáfuna og einnig afskipti hans af stjórnmálum en Ási, eins og hann er kallaður, flutti til Suðurnesja fyrir tólf árum og hefur búið í Reykjanesbæ og Garði, þar sem hann var bæjarstjóri í fjögur ár.

Við förum einnig á tónleika með Má Gunnarssyni á Ránni og sýnum glefsur frá jólasýningu Fimleikadeildar Keflavíkur. Þá er nettur fréttapakki frá Suðurnesjum í þætti vikunnar.

Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30. Þátturinn er orðinn aðgengilegur hér á vf.is í háskerpu en horfa má á þáttin í spilaranum hér að neðan.