Laugardagur 26. mars 2016 kl. 14:22

Ásdís grasalæknir: Súkkulaði hráfæðis brownies

- heilsueldhús Ásdísar Rögnu úr Sjónvarpi Víkurfrétta í þessari viku

Súkkulaði hráfæðis brownies er viðfangsefni Ásdísar Rögnu grasalæknis í innslagi hennar í þessari viku hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Kíkjum í heilsueldhúsið til Ásdísar.

Súkkulaði hráfæðis brownies

1 bolli valhnetur
15 stk medjool döðlur
3 msk kakó duft

Vanilla ef vill
Smá sjávarsalt ef vill

-setjið allt í matvinnsluvél og hrærið þar myndast eitt stórt deig
-þjappið í lítið brownies form með bökunarpappír undir og kælið í nokkrar klst
-skerið í litla ferninga og geymist í nokkra daga í kæli og gott að eiga líka í frysti
-líka hægt að nota ½ b valhnetur á móti ½ af haframjöli og hægt að bæta t.d. gojiberjum, hampfræjum og kryddi í ef viljið aukalega