Ásdís grasalæknir: Orkugefandi heilsunasl
- innslagið úr Sjónvarpi Víkurfrétta er hér!
Í undanförnum þáttum hefur Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir verið liðsmaður okkar og kennt okkur ýmislegt varðandi heilsuna og hvernig við getum borðað hollari fæðu. Í innslagi sínu í þessari viku mun Ásdís sýna okkur hvernig á að gera orkugefandi heilsunasl. Við kíktum í eldhúsið til Ásdísar grasalæknis.
Orkugefandi hnetunasl
1 lúka blandaðar hnetur
1 lúka ristaðar kókósflögur
1 lúka ristuð fræ Food Doctor
1-2 msk kakónibbur
1 lúka mórber
-öllu blandað saman og skellt í nokkur lítil nestisbox til að að nota sem millibita yfir daginn