Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 18. mars 2021 kl. 21:32

Arnór Ingvi ánægður að vera á leið til Boston

Arnór Ingvi Traustason, atvinnumaður í knattspyrnu hefur gengið til liðs við bandaríska liðið New England Revolution frá sænska liðinu Malmö en hann varð sænskur meistari með liðinu á síðasta ári. Bandaríska deildin er á mikilli uppleið og nú er Suðurnesjamaðurinn á leið til Boston. Eigandi liðsins er enginn annar en auðjöfurinn Robert Kraft en hann á líka eitt besta NFL lið Bandaríkjanna, New England Patriots, og Arnór mun spila á sama leikvangi sem tekur 80 þúsund áhorfendur í sæti. Hann er nú hér heima en á leið í landsleikjatörn. 

Hann ræddi við Víkurfréttir og nýjan áfangastað í atvinnumennsku sinni í fótbolta.