Mánudagur 1. mars 2010 kl. 14:43

Árni Sigfússon: Hæfir og sterkir einstaklingar

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist þakklátur fyrir þá kosningu sem hann fékk í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ nú um helgina. Þá er hann ánægður með þátttöku í prófkjörinu sem sé hlutfallslega sú besta yfir landið í prófkjörum vegna komandi bæjarstjórnarkosninga.

„Ég held að við séum hér með öflugan hóp fólks, eins og ég hef verið að benda á. Það var erfitt að velja á milli þessara einstaklinga, þeir eru það hæfir og sterkir og við viljum nýta þá alla áfram með okkur. Það er spennandi þegar menn keppa um sæti og það getur allt gerst,“ sagði Árni m.a. í viðtali við Víkurfréttir eftir að lokatölur höfðu verið birtar í prófkjöri sjálfstæðismanna. Viðtalið er í meðfylgjandi myndskeiði.