Árni: Ánægður með baklandið í sveitarfélaginu
Árni Sigfússon, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ, segir kosningabaráttuna hafa verið líflega og hann sé bjartur á kjördegi. Hann segist trúa því að margir hafi hugsað sitt og fylgst með baráttunni og velti því fyrir sér hvernig það vilji sjá framtíð bæjarins.
Í kosningabaráttunni segist Árni hafa viljað tala meira um skólamál en hann sé ánægður með baklandið sem flokkurinn hafi í sveitarfélaginu.