Arnar Helgi og Jóhann Rúnar ásamt Litla brugghúsinu í Suðurnesjamagasíni
Þeir Arnar Helgi Lárusson og Jóhann Rúnar Kristjánsson fara ótroðnar slóðir og láta ekki lömun eftir mótorhjólaslys stöðva sig. Við ræddum við þá félaga í síðasta þætti af Suðurnesjamagasíni og höldum áfram með viðtalið í þessari viku.
Við förum einnig í Garðinn og tökum hús á Litla brugghúsinu sem hefur verið starfrækt í tvö ár. Um helgina stendur brugghúsið fyrir skemmtilegu hlaupi fyrir fullorðna á bæjarhátíðinni í Suðurnesjabæ. Allt um það í þættinum.
Már Gunnarsson er að fara í þriggja ára tónlistarnám í Englandi. Hann segir okkur frá því og tónleikum sem hann heldur til að fjármagna námið.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.