Áratugur án herstöðvar á Miðnesheiði
— Fyrsti hluti samantektar Sjónvarps Víkurfrétta um brotthvarf Varnarliðsins
Áratugur er liðinn frá því Varnarliðið fór frá Keflavíkurflugvelli. Í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta er sýndur fyrsti hluti samantektar sem Víkurfréttir hafa unnið að um brotthvarf Varnarliðsins og hvaða áhrif það hafði á samfélagið á Suðurnesjum.
Í þættinum í þessari viku er fjallað um þá stund þegar tilkynnt var um að Varnarliðið væri á förum. Birt eru viðtöl sem tekin voru fyrir 10 árum og einnig viðtöl sem tekin hafa verið á síðustu dögum, 10 árum eftir brotthvarfið.
Í næstu þáttum Sjónvarps Víkurfrétta verður haldið áfram að skoða áhrif þess að Varnarliðið fór.