Árásin á Goðafoss ljóslifandi í Sjónvarpi Víkurfrétta
– sjáðu 8. þátt ársins í HD á vef Víkurfrétta
Árásin á Goðafoss í nóvember fyrir 70 árum hefur verið gerð ljóslifandi á glænýju líkani sem Ásgeir Hjálmarsson og Friðrik Friðriksson hafa smíðað. hefur smíðað í skúrnum sínum í Garðinum.
Siginn fiskur, hrogn og lifur voru á borðum hjá eldri borgurum í Grindavík í hádeginu á föstudag. Fiskvinnslufyrirtæki í Grindavík buðu til veislunnar sem á annað hundrað eldri borgarar sóttu.
Flugakademía Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ vex hratt. Flugvélaflotinn telur orðið sjö vélar og þá er skólinn kominn með flughermi þar sem hægt er að fljúga í öllum veðrum.
Í gömlu sundhöllinni í Keflavík er ennþá öflugt íþróttastarf þó svo sundlaugin sjálf hafi verið vatnslaus til fjölda ára. Hnefaleikafélag Reykjaness hefur komið sér fyrir í húsinu og nú eru stundaðir olympískir hnefaleikar í sundlaugarsalnum.
Kvennalið Keflavíkur og Grindavíkur héldu uppi heiðri körfuboltans á Suðurnesjum á bikarhelgi í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Svo fór að Grindavíkurstúlkur unnu. Sjónvarp Víkurfrétta fangaði stemmninguna.