Annríki hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum
Það hefur verið annríki hjá björgunarsveitum landsins síðustu vikur og mánuði. Björgunarsveitirnar á Suðurnesjum hafa ekki farið varhluta af því og sérstaklega hefur verið mikið að gera hjá Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík.
Ofan á öll önnur verkefni var lýst yfir óvissustigi vegna landriss við Grindavík og hafa félagar í Þorbirni haft í nógu að snúast vegna þess.
Sjónvarpsmenn Víkurfrétta ræddu við þá Otta Rafn Sigmarsson og Boga Adolfsson. Viðtalið er í spilaranum.