Annað gos sé líklegt á svæðinu nærri Keili
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði við Háskóla Íslands, segir að þó svo að eldgosin á Reykjanesskaga valdi ekki manntjóni þá geti þau valdið margskonar skaða sem hefur mikil áhrif á líf okkar. Hann segir að nú sé leikhlé í Fagradalseldum og annað gos sé líklegt á svæðinu nærri Keili.
Hilmar Bragi tók hús á Þorvaldi og ræddi við hann um eldsumbrot á Reykjanesskaga. Glæsilegar myndir sem Jón Steinar Sæmundssson og Ingibergur Þór Jónasson tóku eru í þættinum.