Fimmtudagur 31. janúar 2013 kl. 16:23

Ánægjulegur dagur í Sandgerði

„Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá þetta fyrirtæki rísa hér í Sandgerði þar sem atvinnuástandið hefur verið erfitt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sem í dag undirritaði ívilnunarsamning við Örn Erlingsson hjá nýju hátæknifiskvinnslufyrirtæki, Marmeti, sem hefur vinnslu í Sandgerði eftir tæpan mánuð.

Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, tók undir með Steingrími að þetta væri ánægjulegur dagur í Sandgerði.

Viðtal við þá Steingrím og Ólaf Þór er hér að neðan.