Amazing á Ásbrú
Tónlistarmyndband með norsku poppstjörnunni Atle Pettersen og hinum upprennandi rappara Rex er komið á YouTube. Það væri ekki í frásögur færandi nema að myndbandið var tekið upp í kvikmyndaveri Atlantic Studios á Ásbrú í Reykjanesbæ. Víkurfréttir fjölluðu um tökur á myndbandinu í frétt nýverið sem lesa má hér!