Fimmtudagur 23. febrúar 2023 kl. 19:30

Alvara og sprell í Suðurnesjamagasíni

Suðurnesjamagasín í þessari viku er bæði á alvarlegum og léttum nótum. Leikfélag Keflavíkur reyndi yfirtöku á þættinum en við verjumst fimlega. Leikfélagsfólkið er samt með sitt „Suðurnesja svaka sýn“, nýja Suðurnesjarevíu og við segjum frá henni í þættinum.

Við segjum einnig frá ástum og örlögum í þættinum. Íslenski tjaldurinn er rannsakaður í Sandgerði og við segjum sögu af fugli sem villtist af leið sinni til Íslands og hafnaði nyrst í Noregi.

Félag kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum er áberandi um þessar mundir. Við ræðum við Fídu formann félagsins í þætti vikunnar.

Þá tökum við hús á systkinum í Grindavík sem eru komin á kaf í tónlist.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30. Framleiddir hafa verið 433 þættir af Suðurnesjamagasíni fyrir sjónvarp en þátturinn er tíu ára um þessar mundir. Fysti þátturinn fór í loftið 18. febrúar 2013.