Alltaf yfir um jólin - video
Fimleikadeild Keflavíkur hélt árlega jólasýningu sína á dögunum og að venju var sýningin hin glæsilegasta. Öllu var tjaldað til og iðkendur deildarinnar á öllum aldri stóðu sig með stakri prýði enda kraftmiklir og duglegir krakkar þar á ferð.
Víkurfréttir voru á staðnum og tóku upp alla sýninguna á myndband. Hér er eitt sýnishorn úr sýningunni þar sem sett var upp atriði við lag Ladda um þann sem fer alltaf yfir um jólin.