Allt á floti hjá taekwondo fólki í Keflavík
Það virðast allir vera að taka svokallaða ísfötuáskorun þessa dagana. Taekwondo iðkendur í Keflavík létu ekki sitt eftir liggja og svettu ærlega úr fötunum, ef svo mætti til orða taka. Hér að neðan má sjá myndband frá herlegheitunum þar sem Keflvíkingar láta gott af sér leiða og blotna vel í leiðinni.