Áhugavert viðfangsefni í hverri viku
Viðfangsefni okkar í Sjónvarpi Víkurfrétta eru áhugaverð í hverri viku. Í október höfum við verið að skoða söguna en áratugur var um síðustu mánaðamót frá því Varnarliðið fór frá Keflavíkurflugvelli. Í þremur þáttum fjölluðum við um það málefni í bland við önnur áhugaverð innslög.
Þátturinn okkar var tvisvar sendur út á óhefðbundnum útsendingartíma á ÍNN í október og því ákváðum við að endurbirta nokkur innslög frá októbermánuði í þætti vikunnar frá Sjónvarpi Víkurfrétta. Þátturinn er í spilaranum hér að ofan.