Afmæli í Suðurnesjamagasíni
Það eru afmæli í Suðurnesjamagasíni vikunnar. Annað afmælið er stórafmæli en Gerðaskóli í Garði fagnaði 150 ára afmæli þann 7. október. Við kíktum í veisluna og hittum þar m.a. forseta Íslands.
Hitt afmælið sem við sjáum frá í þættinum er 10 ára afmæli Sporthússins í Reykjanesbæ. Þá kíkjum við á æfingu hjá Leikfélagi Keflavíkur sem er að frumsýna Ronju ræningjadóttur. Allt um það í Suðurnesjamagasíni vikunnar.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudögum kl. 19:30.