Ævintýraveröld við Njarðvíkurhöfn
Það var drungalegur ævintýraljómi yfir Njarðvíkurhöfn í morgun þegar sólin var að koma upp. Þokubakki liggur yfir Fitjum og út á haf yfir höfnina í Njarðvík og samspil sólar, þoku og kulda var sérstakt eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði sem Hilmar Bragi setti saman. Tónlistin er úr smiðju Keflvíkingsins Veigars Margeirssonar.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi