Ætlum að klára þetta í Hólminum - segir fyrirliði Keflavíkurstúlkna
Erna Hákonardóttir, fyrirliðið Keflavíkurliðsins í Domino’s deildinni í körfubolta segir að það sé frábær andi og stemmning í Keflavíkurliðinu og þær ætli sér að klára dæmið á sunnudaginn í Hólminum. „Það kemur ekkert annað til greina,“ sagði hún m.a. í viðtali við VF eftir annan sigurleikinn gegn Snæfelli í TM höllinni í gær.