Þriðjudagur 3. apríl 2018 kl. 08:46

Æskuvinir í U-16

Æskuvinirnir, þeir 15 ára Davíð Snær Jóhannsson og Helgi Bergmann Hermannsson eru aldeilis að gera það gott í fótboltanum. Þeir voru báðir valdir í U16 landsliðið og Davíð æfir með meistaraflokki Keflavíkur. 
 
Árni Þór Guðjónsson fór og spjallaði við þessa flottu drengi fyrir Suðurnesjamagasín Víkurfrétta. Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.