Aðstæður grindhvala í Garði séðar úr dróna
Um 60 grindhvalir syntu upp í fjöru í Garði í gærkvöldi. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir frá því seint í gærkvöldi en reyna átti að halda lífi í þeim dýrum sem ekki höfðu drepist í fjörunni eftir að fjaraði undan hvalavöðunni.
Hér að ofan má sjá myndskeið sem tekin voru með dróna Víkurfrétta á vettvangi í gærkvöldi. Athugið að myndefnið er án hljóðs.
Að neðan má svo sjá ljósmyndasafn en Hilmar Bragi tók myndirnar, bæði ljósmyndir sem og myndir með drónanum.