Á trúnó - sjáðu skemmtileg svör leikskólabarna
Eitt af því skemmtilegasta sem við sjónvarpsfólk gerum er að ræða við börn. Útsendarar Sjónvarps Víkurfrétta fóru á leikskólann Tjarnarsel í Keflavík og ræddu þar við hóp barna um lífið og tilveruna.
Viðtölin voru tekin með samþykki foreldra og svörin sem við fengum voru mörg mjög skemmtileg.
Á trúnó á Tjarnarseli má sjá hér að ofan. Við erum síðan meira en til í að fara á trúnó á fleiri leikskólum á Suðurnesjum og fá fleiri skemmtileg svör við áhugaverðum spurningum.