Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 13. janúar 2020 kl. 07:37

Á óveðursvaktinni á Keflavíkurflugvelli

Til þess að flugvélar geti lent eða tekið á loft frá flugvellinum þarf að vinna mörg handtök á bakvið tjöldin. Suma daga er álagið meira. Það er alls ekki einfalt mál að halda flugvellinum opnum þegar sterkir vindar blása og ofankoman er í föstu formi. Þegar fysta óveðurslægð ársins gekk yfir landið um síðustu helgi var umferð um flugvöllinn með minnsta móti.

Sjónvarpsmenn Víkurfréta stóðu vaktina með flugvallarþjónustunni á Keflavíkurflugvelli.