Fimmtudagur 18. mars 2010 kl. 11:54

Á brimbrettum í Sandvík

Brimbrettaástundun er ekki stórt sport á Íslandi. Kannski er það vegna sjávarhitans eða réttara sagt, kuldans. Þessir kappar, sem sjást í meðfylgjandi myndbandi, létu kulda ekki aftra sér að reyna fyrir sér á brimbrettum í Sandvík á Reykjanesi. Brimið getur oft verið hrikalegt í Sandvíkinni, eitthvað sem brettafólk vill sjá og göslast í.