Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 27. september 2019 kl. 10:05

Á björgunaræfingu við Sandgerði

Við fáum reglulega fréttir af björgunarstörfum áhafna á þyrlum Landhelgisgæslunnar og björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þyrlu- og björgunarsveitarfólkið stundar þrotlausar æfingar þar sem réttu handtökin eru æfð aftur og aftur.

Hilmar Bragi skellti sér á sjóinn með björgunarskipinu Hannesi Þ Hafstein. Farið var út frá Sandgerði til fundar við þyrluna Líf.

Með því að smella á myndina í spilaranum hér að ofan má horfa á innslagið um æfinguna.