600 karlar í kór - myndskeið
Katla, samband sunnslenskra karlakóra, hélt Kötlumót í Reykjanesbæ um nýliðna helgi. Átján kótar af sunnanverðu landinu komu þar saman og sungu á fjölmörgum tónleikum, hver í sínu lagi.
Mótinu lauk svo með stórtónleikum þar sem kórarnir 18 sameinuðust á sviði í Atlantic Studios á Ásbrú. Samtals voru um 600 karlar á sviði og sungu við undirleik bæði lúðrasveitar og léttsveitar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þá sungu þeir Jóhann Smári Sævarsson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson með kórnum.
Hér að neðan má sjá nokkur stutt myndskeið sem tekin voru á tónleikunum. Nánar verður sýnt frá söngnum í Sjónvarpi Víkurfrétta á fimmtudaginn.