600.000 dósir og flöskur á mánuði til Dósasels
Dósasel í Reykjanesbæ tekur á móti um 600.000 einingum af flöskum og dósum í hverjum mánuði. Þroskahjálp á Suðurnesjum rekur Dósasel, sem í sumar flutti á nýjan stað og hefur hreiðrað um sig í húsnæði við Hrannargötu á Vatnsnesi.
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í opnunina í sumar og þar var rætt við Ásmund Friðriksson, formann Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Innslag um heimsóknina birtist í Suðurnesjamagasíni í síðustu viku. Hér er innslagið.