Fimmtudagur 24. febrúar 2022 kl. 19:30

40 ára leiklistarafmæli og 70 ára skólaafmæli í Suðurnesjamagasíni

Guðný Kristjánsdóttir á 40 ára leiklistarafmæli um þessar mundir og því fagnaði hún m.a. með þátttöku í 100. uppfærslu Leikfélags Keflavíkur í tilefni af 60 ára afmæli leikfélagsins. Fyrsti kossinn var afmælisverk Leikfélags Keflavíkur og Guðnýjar.

Allt um það í Suðurnesjamagasíni vikunnar sem er aðgengilegt í spilaranum hér að ofan.

Við heimsækjum einnig Myllubakkaskóla í Keflavík sem fagnaði 70 ára afmæli þann 17. febrúar síðastliðinn. Skólinn er á tímamótum og afmælisárið er alls ekki eins og menn höfðu óskað sér, því skólastarfið er nú dreift um Reykjanesbæ eftir að mygla kom upp í skólahúsnæðinu við Sólvallagötu.

Sjáið skemmtilegt innslag um Myllubakkaskóla í þætti vikunnar.