Mánudagur 17. maí 2010 kl. 08:07

3núll5: Hannes Jónsson í viðtali

Fjórði hluti netsjónvarpsþáttarins "3núll5" er orðinn aðgengilegur hér á vf.is. Þátturinn er samstarfsverkefni nokkurra vefmiðla, þ.e. vf.is, karfan.is og leikbrot.is. Í þessum þáttum verður nýliðin körfuknattleiksvertíð gerð upp.


Hér er rætt við Hannes Sigurbjörn Jónsson, formann KKÍ.


Þáttastjórnendur eru þeir Jón Björn Ólafsson (karfan.is) og Andri Kristinsson (Leikbrot) en stjórn upptöku og tæknivinnsla var í höndum Eggerts Baldvinssonar og Hilmars Braga Bárðarsonar.