Föstudagur 11. febrúar 2011 kl. 13:15

30 útköll á Suðurnesjum

Um 30 útköll bárust björgunarsveitum á Suðurnesjum í nótt og í morgun vegna veðurofsans sem geisaði. Vindhraði komst yfir 30 m/s á Keflavíkurflugvelli í morgun og bálhvasst var á Reykjanesbraut.


Verkefnin hafa verið af ýmsu tagi en mikið er um að þakplötur losni og fjúki. Einnig hafa girðingar, stillansar, gervihnattadiskar, skilti, gróðurhús og vinnuskúrar verið á ferðinni. Þá hafa svalahurðir og gluggar fokið upp og hafa húsráðendur þurft aðstoð við að loka þeim.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson