Fimmtudagur 1. september 2011 kl. 14:13

2000 blöðrum sleppt

Ljósanótt í Reykjanesbæ var sett í morgun með formlegum hætti þegar um 2000 gasblöðrum var sleppt til himins framan við Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Öll leikskóla- og grunnskólabörn bæjarins voru við athöfnina og var mikilfenglegt að sjá blöðrurnar fara til himins. Meðfylgjandi myndband er frá athöfninni í morgun og er það skreytt með fyrsta Ljósanæturlaginu en í morgun var verið að setja Ljósanótt í 12. sinn en þetta er jafnframt 9. athöfnin þar sem blöðrum er sleppt.