Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
sunnudaginn 10. maí 2020 kl. 13:54

100.000 spilanir á viku - sjáið myndbandið hér!

Már Gunnarsson og Iva Marín Adrichem sameinuðu krafta sína á dögunum og gerðu sína eigin útgáfu af laginu Barn eftir Ragnar Bjarnason við ljóð Steins Steinarr. Lagið er í sumarbúningi og skemmtilegum Reggae-takti.

Laginu fylgir svo fallegt myndband með þeim saman í íslenskri náttúru en myndbandið er tekið upp á Garðskaga og í Sandvík á Reykjanesi. Það var okkar maður, Hilmar Bragi Bárðarson, sem tók upp og setti saman myndbandið við lagið en þetta er fyrsta staka tónlistarmyndbandið sem hann framleiðir. Hilmar tók einnig upp tónleikana Alive fyrir Má í vetur en þeir voru sýndir um páskana, m.a. á vf.is.

Flutningur Más og Ivu hefur fengið yfir 100.000 spilanir á Facebook. Á öðrum miðlum skipta spilanir einnig þúsundum, en lagið má m.a. nálgast á Youtube og Spotify.