100 teikningar á 100 dögum og sameiningarmál í Suðurnesjamagasíni
Það er skemmtilegur og upplýsandi þáttur af Suðurnesjamagasíni á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld, fimmtudagskvöld. Viðmælendur okkar að þessu sinni eru Ásdís Erla Guðjónsdóttir og Guðbrandur Einarsson.
Ásdís Erla er smíðakennari við Myllubakkaskóla en á þrettándanum setti hún sér markmið að teikna eina mynd á dag í 100 daga. Myndirnar birtir hún á Instagram og í þætti vikunnar ræðir hún við Pál Ketilsson um það sem er að gerast á myndunum.
Guðbrandur Einarsson hefur verið í bæjarpólitíkinni í Reykjanesbæ í 20 ár og hefur náð þeim áfanga að sitja 300 bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ. Guðbrandur er í dag forseti bæjarstjórnar og hann hefur sterkar skoðanir á sameiningu sveitarfélaga. Guðbrandur er í ítarlegu viðtali í þættinum og á Youtube-rás Sjónvarps Víkurfrétta má sjá lengri útgáfu af viðtalinu.
Í þætti vikunnar kíkjum við einnig í golfhermi í Reykjanesbæ þar sem Margeir Vilhjálmsson ræður ríkjum. Rætt er stuttlega við Margeir en lengra innslag um golfið verður í þættinum í næstu viku.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá alla fimmtudaga á Hringbraut og vf.is.